Ég á mér draum um garð sem grær, það gildir einu hvar hann er, en hann er mínu hjarta nær en hæðin sem á milli ber. Ég á mér draum um lítið ljóð, sem lýsir því sem fegurst er. Og þótt ég geti ei ort þann óð, þá er hann til í brjósti mér. Ég á mér draum um unga menn, sem enginn blettur fellur á. Og þótt ég hafi ei hitt þá enn, ég hlakka til að finna þá.